Jólagæsin

Jólagæsin
(Lag / texti: Ólafur Haukur Símonarson)

Jólagæsin ilmar.
Það er hlýtt og gott í húsunum.
Jótréð er sígrænt
og það er úrvals öl í krúsunum.

Jólakortin skríða inn um bréfalúgurnar,
jólasveinar setja upp rauðu húfurnar.
Jólasnjórinn fellur eins og vera ber,
Jólafrostið herðir til að gleðjast þér.

Jólalögin óma,
það er gjafahrúga á gólfinu.
Jólasveinar skemmta
og það er úrvals ís í frystihólfinu.
Jólakveðjur æða gegnum útvarpið til þín,
jólaljósaflóðið glitrar bæði og skín.
Jólabækur baða sig í búðargluggunum,
Jólakettir flýja burt með skuggunum.

Jólaskvapið blífur
þótt jólin séu liðin hjá.
Systkinin með kveisu,
pabbi og mamma ekki sjón að sjá.

Jólagæsin er nú ekkert nema bein.
Jólapappírinn fýkur út um allan heim.
Jólagottið loðir við hverja þína tönn,
jólakötturinn flytur sig aldrei nema um spönn.

[m.a. á plötunni Hattur og Fattur komnir á kreik – ýmsir]