Jólahjól

Jólahjól
(Lag / texti: Skúli Gautason)

Undir jólahjólatré er pakki.
Undir jólahjólatré er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta‘ í laumi‘ í kampinn.

viðlag
Skyldi’að vera jólahjól?
Skyldi’etta vera hjólajól?
Skyldi’að vera jólahjól?
Skyldi’etta  vera hjólajól?

Úti’ í jóla- hjólabæ slær klukkan.
Úti’ í jóla- hjólabæ hringir jóla- hjólaklukkan jólin inn.
Ég mæni út um gráa glugga
og jólasveinninn glottir bakvið ský
út í bæði.

viðlag

Mamma og pabbi þegja og vilja ekkert segja,
skyldi það vera jólahjól, vona það sé jólahjól,
vona’etta séu hjólajól.

sóló

Undir jólahjólatré er pakki.
Undir jólahjólatré er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta‘ í laumi‘ í kampinn
út í bæði.

viðlag x2

[á fjölmörgum jólaplötum]