Við erum fuglar

Við erum fuglar
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)

Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.
Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.

Að vakna snemma er viðbjóður
ef veðrið það er slæmt
að sjá ekki út úr augunum
og anda heldur dræmt,
að hita upp gamlan hafragraut
og háma í sig með skeið
klæða sig í klossana
og kjaga sína leið.

Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.
Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.

Vanti okkur veðursæld
þá vindum við okkur út,
tökum skýjaslæðurnar
og slengjum þeim í hnút.
Langi okkur í lystiferð
þá leggjumst við upp á þak
uns Hafsteinn mávur flýgur hjá
og hleypir okkur á bak.

Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.
Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.

Vanti okkur viðlagið
þá vendum við í kross
læðumst út af laginu
og látum eins og hross.

Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.
Við erum fuglar sem að flögra um,
við finnum alltaf það sem okkur vantar.

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]