Þú komst með jólin til mín

Þú komst með jólin til mín
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ég trúi því ei hve allt er nú breytt.
Ég leitaði einhverju að, en aldrei fann neitt.
Í vonlausri villu og brasi án enda var ævinni eytt.

Ef fengi ég bara að vera í friði
þá mátti fólk halda jól fyrir mér.
Ég stóð utan við allt þetta vesen.
Það gildir ekki lengur.
Ég vil eiga jólin með þér, með þér, með þér.

Það er allt breytt vegna þín,
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín.
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér.
Nú á ég jólin með þér.
Nú á ég jólin með þér.

Allt það sem mér áður þótti skrýtið
og ekki koma lífi mínu við,
er orðin fyllsta ástæða að skoða.
Og ekki of seint að læra nýjan sið.

Margt sem áður var óþarfa glingur
er nú lent inn í stofu hjá mér.
Margt sem áður var aðeins hjá hinum
okkur vantar líka.
Ég vil eiga jólin með þér, með þér, með þér.

Það er allt breytt vegna þín,
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín.
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér.
Nú á ég jólin með – nú á ég jólin með þér.
Enga leti nú lengur.
Ósköp lítið enn gengur.
Jólin eru að koma.

Það er allt breytt vegna þín,
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín.
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér.
Nú á ég jólin með –
Nú á ég jólin með þér.
Það er allt breytt vegna þín,
allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér,
já, jólin með þér.

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]