Komdu heim til mín um jólin

Komdu heim til mín um jólin
(Lag / texti: erlent lag / Steinunn Þorvaldsdóttir)

Það snjóar í dag
ég hugsa til þín,
allt með hátíðabrag,
komdu heim til mín.
Öll ljósin í bænum
svo falleg og fín,
fullt af greni grænu,
komdu komdu heim til mín.

Ég hlusta á “Heims um ból”
en þetta minnir ekkert á jól,
því ég man þegar þú varst hér
hvað það var mikið gaman með þér.

Það er allt svo fínt hér
en dagsbirtan dvín,
ég vil hafa þig hjá mér,
komdu heim til mín.

sóló

Ég hlusta á “Heims um ból”
en þetta minnir ekkert á jól,
því ég man þegar þú varst hér
hvað það var mikið gaman með þér.

Ég sit hér og bíð
og græt vegna þín
þessa stórhátíð
komdu komdu heim til mín.
Komdu heim til mín.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Jólagestir Björgvins: Vinsælustu lögin 1987-2014]