Jólabros í jólaös
(Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs)
Jólabros í jólaös,
því jólaskapi fólk er í.
Jólasöngvar, jólagleði,
jólasnjór! Við fögnum því.
viðlag
Jólin hér, jólin þar.
Jólin þau eru alls staðar.
Jólasvein með jólapoka‘
á jólasleða rétt ég leit.
Sánkti Kláus sjálfur var það
sér að hraða um borg og sveit.
viðlag
Íslandssveinar allir þrettán
einnig koma fjöllum frá,
geysast um og gjafir færa
glöðum börnum jólum á.
viðlag
Jólatré með jólaljósum,
jólastjarna himni á.
Jólahringing, jólahátíð,
jólin allir verða‘ að sjá.
viðlag
[af plötunni Hvít er borg og bær – ýmsir]