Jólaþula

Jólaþula
(Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Ólöf Jónsdóttir)

Ég sé ykkur, sé ykkur,
broshýr á brá
í borg og í sveitum,
stór og smá,
börnin svo leikandi
glöð og góð
með gjafir, sem fylla
dýran sjóð.

Þið kveikið á litlum
kertisstúf
og komið með ljósin
stillt og prúð
þangað sem myrkur
í mannheimi býr,
og myrkrið ykkur
á burtu flýr.

Já kveikið þið ljósin
og komið þar
sem kalt og dimmt
og tómlegt var.
Réttið þeim hönd
sem þrautir þjá,
þerrið þið tárin
af votri brá.

Munið hann,
sem byrði ber.
Já, blessið allt líf
á jörðu hér.
Verið þið öllu
hin síblíða sól.
Svona´er að eiga
gleðileg jól

[af plötunni Hvít er borg og bær – ýmsir]