Enn jólin

Enn jólin
(Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)
 
viðlag
Enn jólin. Og alltaf jafn kær.
Þetta undir sem frið og birtu okkur fær.
Aldrei var grenið svo grænt
né glatt yfir litlum krílum.
Enn jólin. Og alla tíð hvít.
Og í ómældri firð ég stjörnuna lít,
hana sem birtuna bar
í Betlehem forðum daga.

Ný kerti og ný spil,
nú er svo gaman og gott að vera til.
Hangikjötið og laufabrauðið líka,
lán að fá máltíð slíka.
Börnin með bros í augum sínum,
baksa hér á nýjum skónum fínum.
Hátt þau öll syngja Heims um ból,
og saman hlæja dátt og bjóða gleðileg jól.

viðlag

Ótal böggla við opnum nú,
eitthvað fallegt færð líka þú.
Og hér er kannski einhver ósköp lítil dúlla
sem er orðin þreytt og fer að lúlla.
Svo líður kvöldið kyrrlátt og hljótt
uns kvöldið er orðið að jólanótt.
Yfir öllu ró
en úti glugga jólaljósin lýsa þó.

viðlag

[af plötunni Jól alla daga – ýmsir]