Í vetur koma jól

Í vetur koma jól
(Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Jenna Jensdóttir)

Loft er þrungið þoku,
þögult er um kring.
Bliknuð eru blómin,
blánað hnígur lyng.

Fellur snjór á fjöllin,
fjaran verður auð.
Kröftugt er á kvöldin
kaldra storma nauð.

Hertekur nú húmið
hug, er þráir sól,
en víst er vert að muna:
í vetur koma jól.

[af plötunni Hvít er borg og bær]