Gesturinn

Gesturinn
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Um ómælisgeiminn er ákvörðuð leið,
þar agnarsmá jarðstjarna rennur sitt skeið,
hún er mannkynsins ógn, hún er mannsandans von
og margt fyrir löngu hún hýsti – Mannsins son.

Sinn vitjunartíma ei þekkti hún þá,
það var tæpast nokkur sem heyrði né sá,
sem vísdóm þann nam, er af vörum hans leið
sem vonaði, trúði og vissi – og sem hans beið.

Og þó að við fæðing hans firn yrðu stór
furðuljós leiftruðu – ljóshnöttur fór
fyrir þeim mönnum er fylgdu hans slóð
– þeir festu hann síðar á kross – þar flaut hans blóð.

Þau undur og stórmerki ei verða skýrð,
hans ásjóna engilbjört, umlukin dýrð
í hyldjúpi augna hans ástúðin var
þó erfðasynd þína og mína á herðum bar.

Hvert stefnir þú maður, hvert stefnir þú jörð?
Sturluð þín vitund – svo vonlaus og hörð.
Þjáning og örvænting þjakar hvern mann,
þráir þó frið þann og kærleik sem átti hann.

[m.a. á plötunni Jól alla daga – ýmsir]