Þegar ástarstjarnan skín

Þegar ástarstjarnan skín
(Lag / texti: erlent lag / Páll Bergþórsson)

Þegar ástarstjarnan skín, þá er óskastundin þín,
þá mun örugg von til hamingjunnar sótt,
ef þú alla þína sál leggur í þitt bænarmál
þegar ástarstjarnan skín svo blítt og rótt.

Aðeins þeim er óskin góða veitt,
sem unna nógu fölskvalaust og heitt.

Það er undrafögur sýn, það er óskastundin þín,
þegar ástarstjarnan skín um heiða nótt.

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]