Gleði og friðarjól

Gleði og friðarjól (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Út með illsku og hatur inn með gleði og frið, taktu á móti jólunum með drottin þér við hlið. Víða‘ er hart í heimi, horfin friðar sól. Það geta ekki allir haldið gleði og friðarjól. Mundu‘ að þakka guði gjafir, frelsi og frið. Þrautir, raunir náungans víst…

Jól yfir borg og bæ

Jól yfir borg og bæ (Lag / texti: erlent lag / Friðrik Guðni Þórleifsson) Það syrtir í dölum, það dimmir í skóg, þar drúpir hver grein undir mjallhvítum snjó. Þó skammdegi ríki skyggi um geim hin skærastar stjarna nú lýsir um geim. Hæ hæ – hæ hæ, koma jól yfir borg og bæ. Og geislarnir…

Skreytum hús með greinum grænum

Skreytum hús með greinum grænum (Lag / texti: jólalag frá Wales / Elsa Guðjónsson) Skreytum hús með greinum grænum, fa la lalla la, la lalla la. Gleði ríkja skal í bænum, fa la lalla la, la lalla la. Tendrum senn senn á trénu bjarta, falla la lalla la, la la la, tendrum ljós í hverju…

Einu sinni í ættborg Davíðs

Einu sinni í ættborg Davíðs (Lag / texti: erlent lag / Friðrik Friðriksson) Einu sinni í ættborg Davíðs ofur hrörlegt fjárhús var, fátæk móðir litverp lagði lítið barn í jötu þar. Móðir sú var meyja hrein, mjúkhent reifum vafði svein. Kom frá hæðum hingað niður hann, sem Guð og Drottinn er, jatan varð hans vaggan…

Oss barn er fætt í Betlehem

Oss barn er fætt í Betlehem (Lag / texti: erlent lag / Stefán Thorarensen) Oss barn er fætt í Betlehem, í Betlehem. Þeim boðskap gleðst Jerúsalem. Hallelúja, hallelúja. Í hörðum stalli hvílist sá, hvílist sá er heimsins ríki gjörvöll á. Hallelúja, hallelúja. Og fátæk mær hinn æðsta ól, æðsta ól og englar boða hin fyrstu…

Jólasöngur frá Coventry

Jólasöngur frá Coventry (Lag / texti: erlent lag / Trausti Þór Sverrisson) Sofi nú sætan, sofi nú rótt barnið mitt blítt í nótt. Hlífi við nauð mín höndin snauð barni sem blundar hljótt. Minn ljúfur dæll, ó, lifinn og sæll, sofðu nú, sofðu rótt. Vígmanna myrkt er valdið styrkt konungs á dyggri drótt: Hvern bur…

Jólin koma

Jólin koma (Lag / texti: erlent lag Ómar Ragnarsson)   Er nálgast jólin lifnar yfir öllum. Það er svo margt sem þarf að gera þá. Og jólasveinar far upp úr fjöllum að ferðbúast og koma sér á stjá. Jólin koma, jólin koma, og þeir kafa snjó á fullri fart. Jólin koma, jólin koma, allir búast…

Þú ert hér

Þú ert hér (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Þú ert hér þegar sorgir ber í garð, þegar sortna allt fer sé ég þig ávallt fyrir mér. Þú ert hér jafn þá sólin skín í heiði og sælt lífið er sé ég þín augu fylgja mér, því þú ert hér þú ert…

Sjá, himins opnast hlið

Sjá, himins opnast hlið (Lag / texti: höfundur ókunnur / Björn Halldórsson frá Laufási) Sjá, himins opnast hlið, heilagt englalið, fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal yfir eymdardal. Yfir eymdardal. Í heimi‘ er dimmt og hljótt, hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, það ljós…

Jólanótt [1]

Jólanótt [1] (Lag / texti: höfundur ókunnur / Baldur Þórir Guðmundsson) Ó, jólanótt. Á himni stjörnur tindra. Það er sú nótt er Kristur birtist hér. Ó, jólanótt. Sjá jólasnjóinn sindra. Með jólasöng vér fögnum þér. Er sendi Guð sinn son til jarðarinnar, þá birtist hann í faðmi jötunnar. Fallið á kné og heyrið englasönginn. Ó,…

Þrettán dagar jóla

Þrettán dagar jóla (Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)   Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér, einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn þriðja hann Jónas færði mér þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn…

Bráðum koma jólin

Bráðum koma jólin (Lag / texti: erlent lag / Friðrik Guðni Þórleifsson) Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að, sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inni‘ í frið og ró, úti‘ í frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi‘ á…

Á jólunum er gleði’ og gaman

Á jólunum er gleði og gaman (Lag / texti: erlent lag / Friðrik Guðni Þórleifsson) Á jólunum er gleði‘ og gaman. Fúm, fúm, fúm. Á jólunum er gleði‘ og gaman. Fúm, fúm, fúm. Þá koma allir krakkar með í kringum jólatré. Þá mun ríkja gleði‘ og gaman, allir hlæja‘ og syngja saman. Fúm, fúm, fúm.…

Jólafriður [2]

Jólafriður [2] (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nú kviknar stjörnum öllum á, til okkar ljómann ber. Við kveikjum einnig kertaljós í kvöld er húma fer. Þá tekur kyrrð í veröld völd þá verður hlýtt og bjart. Og friður nær og fjær á jörð er fegurst jólaskart. Og börn fá marga góða…

Gleðileg jól [2]

Gleðileg jól [2] (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Gleðileg jól, ó, gleðileg jól og gæfuríkt ár. Nú greypir frostið á rúður rós. Svo gefist þér jólagjafir bestar, til gagns og prýði, ánægju mestrar, er sólu hallar á vetri vestar – þá lýsi þér jólaljós. Gleðileg jól og gæfuríkt ár og gleði…

Friðarjól

Friðarjól (Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestbakka) Friður, friður frelsarans finni leið til sérhvers manns. Yfir höf og yfir lönd, almáttug nær Drottins hönd. Hans er lífið, hans er sól, hann á okkar björtu jól. viðlag Börn við erum börnin smá, börn sem Drottinn vakti hjá. Börn við erum börnin smá,…

Jólanótt [2]

Jólanótt [2] (Lag / texti: erlent lag / Haukur Ágústsson) Forðum í bænum Betlehem var borinn sá sem er, sonur guðs sem sorg og þraut og syndir manna ber. viðlag Hlustið englar himnum af þeim herra greina frá sem lagður var í lágan stall en lýsir jörðu á. Hirðum sem vöktu heiðum á og hjarða…

Jólafriður [1]

Jólafriður [1] (Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka)   Friður, friður frelsarans, finni leið til sérhvers manns. Yfir höf og yfir lönd almáttug nær Drottins hönd. Hans er lífið, hans er sól, hann á okkar björtu jól. Börn við erum, börnin smá, börn, sem Drottinn vaki hjá. Friður, friður, fögur jól…

Gleðileg jól [1]

Gleðileg jól [1] (Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka) Gleðileg jól við gleðjumst hér, því Guðsson borinn er. Í Betlehem, í Betlehem, ó, blessuð stjarnan skín og ber sitt ljós til mín. Nú gefi Guð þér gleðileg jól. Gleðileg jól hve gott nú er að geta verið hér. Og hlustað á…

Gilsbakkaþula

Gilsbakkaþula (Lag / texti: þjóðlag / Kolbeinn Þorsteinsson) Kátt er á jólunum, kátt er á jólunum, koma þau senn, koma þau senn, þá munu upp líta Gilsbakkamenn, þá munu upp líta Gilsbakkamenn. Úti sjá þeir stúlku, úti sjá þeir stúlku sem um talað varð, sem um talað varð: „Það sé ég hér ríður Guðrún mín…

Borinn er sveinn í Betlehem

Borinn er sveinn í Betlehem (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Borinn er sveinn í Betlehem, í Betlehem, best gleðst af því Jerúsalem. Hallelúja. Fæddur af móður meyju var, meyju var, manns völd engin komu til þar. Hallelúja. Hann líkist oss að holdsins mynd, holdsins mynd, hreinn og ójafn oss að synd. Hallelúja. Á fæðingar…

Slá þú hjartans hörpustrengi

Slá þú hjartans hörpustrengi (Lag / texti: erlent lag / Valdemar Briem)   Slá þú hjartans hörpu strengi, hrær hvern streng sem ómað fær. Hljómi skært og hljómi lengi hósíanna nær og fjær. Hvert þitt innsta æðarslag ómi‘ af gleði þennan dag. Konungurinn konunganna kemur nú til sinna manna. [m.a. á plötunni Stúlknakór Hlíðaskóla –…

Hátíð fer að höndum ein

Hátíð fer að höndum ein (Lag / texti: íslenskt þjóðlag / Jóhannes úr Kötlum) Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein. Líður að tíðum. Líður að helgum tíðum. Gerast mun nú brautin bein, bjart í geiminum víðum, ljómandi kerti á lágri grein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum.…

Jólanótt [3]

Jólanótt [3] (Lag / texti: erlent þjóðlag / Þorsteinn Valdimarsson) Sofi, sofi, barn í dúni og blóm undir snjó. Hljótt sé og rótt á helgri nóttu, húmi bægi skíma frá rúmi. Sofi, sofi, barn í dúni og blóm undir snjó. Fagni, fagni jörð þér, himinn og himinn þér, jörð. Standi vindar og vötn á öndu:…

Blíða nótt, blessaða nótt

Blíða nótt, blessaða nótt (Lag / texti: erlent lag / Helgi Hálfdánarson) Blíða nótt, blessaða nótt! Blundar jörð, allt er hljótt. Fátæk móðir heilög og hrein hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein horfir í himneskri ró. Horfir í himneskri ró. Blíða nótt, blessaða nótt! Blikar skær stjarna rótt. Hljómar englanna hátíðarlag. Heimur fagnaðu! Þér er í…

Söngur veiðimannsins

Söngur veiðimannsins (Lag / texti: Sverrir Stormsker) Ég er sonur Mæju mey, mig hún ól í denn. Ég fæddist til að veina „vei“ og veiða alla menn. Ég er besti bróðir þinn, sá besti á jörðu hér, vænsti barnavinurinn, þú veist víst hver ég er? Ég er Jesúbarnið góða, af gleði‘ og ást ég skín.…

Góða veislu gjöra skal

Góða veislu gjöra skal (Lag / texti: erlent lag / þjóðvísa) Góða veislu gjöra skal þars ég geng í dans. Kveð ég um kóng Pípinn, og Ólöfu dóttur hans. Stígum fastar á fjöl, spörum ei vorn skó. Guð muna ráða hvar við dönsum næstu jól. [m.a. á plötunni Þrjú á palli – Hátíð fer að…

Frelsarinn er oss fæddur nú

Frelsarinn er oss fæddur nú (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Frelsarinn er oss fæddur nú, hans fróm móðir vor jómfrú, af manns völdum ei vissi sú, í heim til vor af himnum fór sú heillin stór. Með oss er guð Emmanúel orð þau boðaði Gabríel, um það vitnar Ezechíel, guðs föðurs son, gjöf lífs…

Grýlukvæði [2]

Grýlukvæði [2] (Lag / texti: þjóðlag / Stefán Ólafsson) Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, hún er svo ófríð og illileg, hún er sig svo ófríð og illileg með. Hún er sig svo ófríð að höfuðin ber hún þrjú, þó er ekkert minna en á miðaldra, þó er ekkert minna en á miðaldra…

Immanúel oss í nátt

Immanúel oss í nátt (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Immanúel oss í nátt eðla barnið fæddist; gjörir það hjartað glatt og kátt guðsson holdi klæddist; fyrir hann tók faðir í sátt fólkið allt, sem mæddist; synd og dauði missti mátt, þau mest ég áður hræddist. Hans er nú ei hyggjan stríð sem himnaguðs var…

Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla

Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla. Ég skal gefa þér einn fisk, og allt upp á einn disk. Komdu til mín annað kvöldið jóla. Ég skal gefa þér tvö hænsni, einn fisk og allt upp á einn disk. Komdu til mín þriðja kvöldið…

Með gleðiraust og helgum hljóm

Með gleðiraust og helgum hljóm (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Með gleðiraust og helgum hljóm þig, herra Jesú Kristi, heiðri fagnandi‘ og hvellum róm hópur þinn endur leysti; úr himnadýrð þú ofan stést á jörð til vor, því sunginn best sé þínu nafni sóminn, það vona og fögnuð góðan gaf, gjörvallt mannkynið syndum af…

Grýlukvæði [1]

Grýlukvæði [1] (Lag / kvæði: Ingibjörg Þorbergs / Jóhannes úr Kötlum) Grýla hét tröllkerling leið og ljót, með ferlega hönd og haltan fót. Í hömrunum bjó hún og horfði‘ yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. Á börnunum valt það, hvað Grýla‘ átti gott, hvort hún fékk mat í sinn poka‘ og sinn pott.…

Jólaleg jól

Jólaleg jól (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson) Jólaleg jól, jólaleg jól og jólatréð er stofunnar stáss, jólaleg jól, gamaldags, gleðileg jól. Sest að hátíðarborði með hátíðarbrag, sungið „heims um ból, helg eru jól“, jólaleg, jólaleg jól, gleðileg jól. Kertaljós og klæðin rauð og væna flís af feitum sauð, jólaleg, jólaleg jól, gleðileg jól. [af…

Klukkur jólasveinsins

Klukkur jólasveinsins (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Klukkur jólasveinsins sungu tinga-ling, tinga-linga-ling, tinga-linga-ling. Klukkur jólasveinsins sungu tinga-ling en ein lítil klukka söng „pæng“. Jólasveinn var ekki ánægður með það, eitthvað virtist að, þarna‘ á einum stað, flestar klukkur kringdu tinga-linga-ling en ein lítil klukka söng „pæng“. Þá tók sú litla‘ að…

Jólainnkaupin

Jólainnkaupin (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Ég keypti upptrekktan karl handa Kristjáni, ég náði‘ í kuldaskó fyrir Jón, svo fékk ég bollapör handa Bergþóru og stóð í biðröð eins og flón. Nú hef ég verið í ótal verslunum að reyna að velja á mig nýjan kjól. Ég verð að finna‘ hann…

Meiri snjó

Meiri snjó (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Er lægst er á lofti sólin, þá loksins koma jólin. Við fögnum í friði‘ og ró, meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. Það gleðst allur krakkakórinn er kemur jólasnjórinn, og æskan fær aldrei nóg, meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. Það er barnanna besta…

Jólarokk

Jólarokk (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Jólarokk, jólarokk, hátíðarokk, hoppum um jól og helst upp á stól, rokkum til vinstri‘ eins og e-ekkert sé, og svo til hægri kringum jólatré. Jólarokk, jólarokk, hátíðarokk, dönsum um jól í doppóttum kjól, tvö skref til hægri og haltu þér nú, hratt til vinstri snú.…

Kona jólasveinsins

Kona jólasveinsins (Lag / texti erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Hver bjó til jólabúninginn og blóðrauða húfu‘ á karlinn sinn, saumaði daginn út og inn, kona jólasveinsins. Hver svarar bunka‘ af bréfunum sem berast jólasveininum, hver skyldi pakka inn pökkunum, kona jólasveinsins. Og alltaf þegar eitthvað þarf að gera hún um það sér. Það…

Léttur yfir jólin

Léttur yfir jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Hann Jón okkar granni er jólasveinn víst þó Jón sé ei glaðlyndur oft. Í brjóstunum hátíð svo heiftarleg brýst að hann fer bara‘ allur á loft. Jón á jólum er Jón sem er á hjólum. Jafnvel konuna kyssir þá. Kátur yfir jólin. Og…

Í jólaskapi

Í jólaskapi (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Í jólaskap kemst ég á jólunum og syng jibbí jibbí jæ og jó, og raða‘ í mig kökum og kræsingum af krásunum er alveg nóg. Er hátíðin nálgast ég hef upp raust og syng hibbí hibbí hæ og hó, svo panta ég milliliðalaust logndrífu…

Óskin um gleðileg jól

Óskin um gleðileg jól (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Friður ríkir, fellur jólasnjór, flosmjúk drífa yfir grund, bjölluhljómur og börn syngja’ í kór, það bíður heiminum um stund. Inni’ í hverju húsi loga kertin litaskær, ljósadýrðin hefur völd. Jólastjarna á himninum hlær því hátíð rennur upp í kvöld. Nú sérhvert barn…

Saddur

Saddur (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson) Saddur… Æ svona fáðu þér smá, bragðaðu á. Hér er desertinn minn – hleyptu honum inn – í litla munninn þinn. Saddur… Mér tókst að éta á mig gat. Fat eftir fat. Ég borðaði of skart – nú er það svart –…

Leppalúði

Leppalúði (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Þá er komið að því – enn ein jólin. Ég finn hvernig kvíðinn hellist yfir mig. Ég bylti mér í rúminu, allur sveittur og þvalur. Get ekki sofið. Skyndilega heyri ég eitthvað þrusk frammi í anddyri. Ég fer framúr og trítla fram á gang. Kengbogin…

Það koma vonandi jól

Það koma vonandi jól (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Allflestar útgönguspár eru á eina lund, þetta var skelfilegt ár. Hér út við heimskautsins baug hnípin þjóð – þráðbeint á höfuðið flaug. Allt þetta útrásarpakk át á sig gat svo loftbólan sprakk. Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert, hvað hafið þið gert?…

Ég kemst í jólafíling

Ég kemst í jólafíling (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Jafnan í desember þegar jól gera við sig vart þá er alvanalegt að tína fram dáldið jólaskart. Og alltaf finnst mér jafn gaman, gæskur, er getum við hengt það upp saman. Ég kemst í jólafíling, algeran jólafíling. Ég kemst í jólafílinginn með…

Klukkur klingja

Klukkur klingja (Lag / texti: Ragnheiður Gröndal) Jólanna hátíð hefst í dag. Úr lofti ég fanga lítið lag. Jólabarnið færir gleði og frið, anda okkar nærir, fögnum við. Á jólum þínum fyrstu skaltu fá glás af gjöfum mömmu og pabba frá, jafnvel þó þú skiljir ekki enn út á hvað þau ganga fyrir guð og…

Höldum jól

Höldum jól (Lag / texti: Svavar Knútur) Glatt er geð í desember, gnægtarborðin svigna. Njótum við þá nálgast fer nóttin ljúfa og lygna. Enginn grætur, allt er hljótt, yndislega jólanótt. Ljúfu börnin liggja í sæng, lúra undir móðurvæng. Höldum jól með hreinni sál, hjálpum þeim sem líða. Kveður heimsins kuldabál kærleiks höndin blíða. [af plötunni…

Bestu stundirnar

Bestu stundirnar (Lag / texti: Kristjana Stefánsdóttir / Bergur Þór Ingólfsson) Ég sit hér ein og er að bíða eftir þér. Þú kemur heim til mín á jóladag. Rifja upp allar bestu stundirnar og hlusta á gamalt jólalag. Bestu stundirnar get ég fundið hvar hittumst við. Já bestu stundirnar get ég fundið hvar hittumst við…

Jólakveðja

Jólakveðja (Lag / texti: Ragnheiður Gröndal / Jóhannes úr Kötlum) Það gengur stundum svo margt að mér að myrkvast hin bjarta sól en veistu þegar hjá þér ég er að þá eru alltaf jól. Ó, vertu ekki döpur vina mín, þú veist að ég er hjá þér og hugsa alltaf jafn hlýtt til þín hvert…