Jólanótt [1]

Jólanótt [1]
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Baldur Þórir Guðmundsson)

Ó, jólanótt. Á himni stjörnur tindra.
Það er sú nótt er Kristur birtist hér.
Ó, jólanótt. Sjá jólasnjóinn sindra.
Með jólasöng vér fögnum þér.

Er sendi Guð sinn son til jarðarinnar,
þá birtist hann í faðmi jötunnar.
Fallið á kné og heyrið englasönginn.
Ó, jólanótt, sú nótt er fæddist hann.
Ó, helga nótt, sú nótt, sú helga nótt.

Fallið á kné og heyrið englasönginn.
Ó, jólanótt, sú nótt er fæddist hann.
Ó, helga nótt, sú nótt, sú helga nótt.

[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]