Einu sinni í ættborg Davíðs

Einu sinni í ættborg Davíðs
(Lag / texti: erlent lag / Friðrik Friðriksson)

Einu sinni í ættborg Davíðs
ofur hrörlegt fjárhús var,
fátæk móðir litverp lagði
lítið barn í jötu þar.
Móðir sú var meyja hrein,
mjúkhent reifum vafði svein.

Kom frá hæðum hingað niður hann,
sem Guð og Drottinn er,
jatan varð hans vaggan fyrsta,
vesælt skýli kaus hann sér.
Snauðra gekk hann meðal manna,
myrkrið þekkti ei ljósið sanna.

Loks vér sjá hann fáum frelsuð
fyrir hans blóð og sáttargjörð,
því það barn svo blítt og hlýðið
ber nú allt á himni og jörð.
Börn sín leiðir áfram öll
upp til sín í dýrðarhöll.

[m.a. á plötunni Kristinn Sigmundsson – Ég held glaður jól]