Einu sinni þú

Einu sinni þú
(Lag / texti Bergþóra Árnadóttir)

Mér var aldrei gefið að geta sett á blað
gamanyrði, kveðskap eða ræður.
Ég borið gat ei snilldina í bunkum út á hlað
né börnin skammað eins og flestar mæður.

Og ekki gat ég gumað af glæsileik í sjón
né gáfulegi tali svosem fleiri.
Ég aldrei reyndi að berjast né öskra eins og ljón
og ekkert dugði að þykjast vera meiri.

Að eignast góðan vin, gegnum ævi sinnar tíð
er ómetanlegt hnoss og von í raunum.
Því ekki neitt er betra en ást hans ljúf og blíð
og eflaust mína tryggð hann fær að launum.

Og lítið hefur gerst sem láta mætti af
en ljós á veginn kom þó nokkuð snemma.
Því eitt var það sem almættið ambátt sinni gaf
og enginn frá mér tók, né reyndi að skemma.

Að eignast góðan vin, gegnum ævi sinnar tíð
er ómetanlegt hnoss og von í raunum.
Því ekki neitt er betra en ást hans ljúf og blíð
og eflaust mína tryggð hann fær að launum.

Og þú sem veist að orð mín, ég eigna þér í trú,
af allri minni sál og frómu hjarta.
Sjáðu til, það verður aðeins einu sinni þú,
sem átt mitt líf með von um daga bjarta.

[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Bergmál]