Afturhvarf

Afturhvarf
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson))

Ó græna jörð, ó mjúka, raka mold,
sem myrkur langrar nætur huldi sýn.
Ég er þitt barn sem villtist langt úr leið
og loksins kem ég aftur heim til þín.

Ég viðurkenni mína synd og sekt,
ég sveikst frá öllum skyldum heiðvirðs manna
og elti vafurloga heimsku og hjóms
um hrjóstur naktra kletta og auðnir sands.

Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf.
Heim kemst að lokum allt, sem burtu fer.
Ég drúpi höfði þreyttu í þögn og bæn,
þú ert ég sjálfur. Fyrirgefðu mér.

[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Afturhvarf]