Oss barn er fætt í Betlehem

Oss barn er fætt í Betlehem
(Lag / texti: erlent lag / Stefán Thorarensen)

Oss barn er fætt í Betlehem,
í Betlehem.
Þeim boðskap gleðst Jerúsalem.
Hallelúja, hallelúja.

Í hörðum stalli hvílist sá,
hvílist sá
er heimsins ríki gjörvöll á.
Hallelúja, hallelúja.

Og fátæk mær hinn æðsta ól,
æðsta ól
og englar boða hin fyrstu jól.
Hallelúja, hallelúja.

Vor heilög þrenning heiðruð sé,
heiðruð sé
með hreinni trú og þakklæti.
Hallelúja, hallelúja.

[m.a. á plötunni Kristinn Sigmundsson – Ég held glaður jól]