Í jólaskapi

Í jólaskapi
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Í jólaskap kemst ég á jólunum
og syng jibbí jibbí jæ og jó,
og raða‘ í mig kökum og kræsingum
af krásunum er alveg nóg.

Er hátíðin nálgast ég hef upp raust
og syng hibbí hibbí hæ og hó,
svo panta ég milliliðalaust
logndrífu og jólasnjó.

Besta stundin byrjar
þegar bjöllur, „ding a ling“
hringja‘ og klingja‘ inn hátíðina,
klukkan er sex
og kátínan vex.

Í jólaskap kemst ég á jólunum
og syng jibbí jibbí jæ og jó,
af kertum á grænum greinunum
ég get bara‘ ekki fengið nóg.

[af plötunni Svanhildur og Anna Mjöll – Jólaleg jól]