Jólafriður [1]

Jólafriður [1]
(Lag / texti: erlent lag / Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka)
 
Friður, friður frelsarans,
finni leið til sérhvers manns.
Yfir höf og yfir lönd
almáttug nær Drottins hönd.
Hans er lífið, hans er sól,
hann á okkar björtu jól.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.

Friður, friður, fögur jól
frelsarinn er vörn og skjól.
Verum örugg, verum trú,
verum glöð á jólum nú.
Veitum öðrum von og yl,
vermum allt sem finnur til.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá

[af plötunni Kór Víðistaðasóknar – Gleði ríkja skal]