Jólainnkaupin

Jólainnkaupin
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ég keypti upptrekktan karl handa Kristjáni,
ég náði‘ í kuldaskó fyrir Jón,
svo fékk ég bollapör handa Bergþóru
og stóð í biðröð eins og flón.
Nú hef ég verið í ótal verslunum
að reyna að velja á mig nýjan kjól.
Ég verð að finna‘ hann í hvelli það veit ég vel,
annars verða bara engin jól.

Nú hef ég arkað og hugsað og eytt um leið
öllum mínum peningum,
og staðið og prúttað og stunið hátt
stokkbólgin á fótunum.
Ég bráðum get ekki meir,
er að gefast upp í þessum gríðarlega skarkala.
Ef jólainnkaupum fer ekki að ljúka loks
ég verð að leggjast inn á spítala.

[m.a. á plötunni Svanhildur og Anna Mjöll – Jólaleg jól]