Klukkur jólasveinsins

Klukkur jólasveinsins
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Klukkur jólasveinsins sungu tinga-ling,
tinga-linga-ling, tinga-linga-ling.
Klukkur jólasveinsins sungu tinga-ling
en ein lítil klukka söng „pæng“.

Jólasveinn var ekki ánægður með það,
eitthvað virtist að, þarna‘ á einum stað,
flestar klukkur kringdu tinga-linga-ling
en ein lítil klukka söng „pæng“.

Þá tók sú litla‘ að lokum sprett
af löngun til að klingja rétt.
Hún lærði vel og lærði fljótt,
það loksins kom á jólanótt.

Upp frá þessu syngja allar tinga-ling,
tinga-linga-ling, tinga-linga-ling,
klukkur jólasveinsins klingja tinga-ling,
frá klukkunum heyrist ekkert „pæng“.

[af plötunni Svanhildur og Anna Mjöll – Jólaleg jól]