Þú ert hér

Þú ert hér
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Þú ert hér
þegar sorgir ber í garð, þegar sortna allt fer
sé ég þig ávallt fyrir mér.
Þú ert hér
jafn þá sólin skín í heiði og sælt lífið er
sé ég þín augu fylgja mér,
því þú ert hér
þú ert hér
hjá mér
á hverju andartaki, alla tíð
þó ég erfiðleikum mæti‘ um hríð
það svo auðvelt reynist mér.

Af því þú ert hér,
þegar heilög kom jól allt svo hátíðlegt er
hef ég þig fyrir augum mér
og þú ert hér,
þú ert hér,
þú ert hér
hjá mér
og þegar blikar jólastjarna blíð
sé ég brosið þitt um ár og síð
þá er bjart í huga mér
af því þú ert hér
þú ert hér,
þú ert hér
hjá mér
á hverju andartaki, alla tíð
þó ég erfiðleikum mæti‘ um hríð
það svo auðvelt reynist mér
af því þú ert hér,
já þú ert hér,
já þú ert hér,
hér hjá mér
þú ert hér

[af plötunni Kristín Lilliendahl – Kristín Lilliendahl]