Jólanótt [3]

Jólanótt [3]
(Lag / texti: erlent þjóðlag / Þorsteinn Valdimarsson)

Sofi, sofi,
barn í dúni
og blóm undir snjó.
Hljótt sé og rótt
á helgri nóttu,
húmi bægi
skíma frá rúmi.
Sofi, sofi,
barn í dúni
og blóm undir snjó.

Fagni, fagni
jörð þér, himinn
og himinn þér, jörð.
Standi vindar
og vötn á öndu:
Veröld, þér
er frelsari borinn.
Fagni, fagni
jörð þér, himinn,
og himinn þér, jörð.

Vaki, vaki
ljós í stjaka,
og stjörnur á skjá.
Ómi í draumi
orðsins tíma
eilífir söngvar
heilagra jóla.
Vaki, vaki
ljós í stjaka
og stjörnur á skjá.

[af plötunni Sigríður Ella Magnúsdóttir – Með vísnasöng]