Blíða nótt, blessaða nótt

Blíða nótt, blessaða nótt
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Hálfdánarson)

Blíða nótt, blessaða nótt!
Blundar jörð, allt er hljótt.
Fátæk móðir heilög og hrein
hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein
horfir í himneskri ró.
Horfir í himneskri ró.

Blíða nótt, blessaða nótt!
Blikar skær stjarna rótt.
Hljómar englanna hátíðarlag.
Heimur fagnaðu! Þér er í dag
frelsari fæddur á jörð
Frelsari fæddur á jörð.

Blíða nótt, blessaða nótt!
Heilagt barn brosir rótt;
ást og mildi af ásjónu skín.
Enn er friðar að leita til þín,
Kristur er kominn heim.
Kristur er kominn heim.

[af plötunni Skólakór Kársness – Hringja klukkurnar í kvöld]