Gleðileg jól [2]

Gleðileg jól [2]
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Gleðileg jól,
ó, gleðileg jól
og gæfuríkt ár.
Nú greypir frostið á rúður rós.

Svo gefist þér jólagjafir bestar,
til gagns og prýði, ánægju mestrar,
er sólu hallar á vetri vestar –
þá lýsi þér jólaljós.

Gleðileg jól
og gæfuríkt ár
og gleði þig við dag
og gangi þér allt sem hendir í hag.

Ég vil nú óska þér alls hins besta
og ástúð sannri ég vef sem flesta,
svo megir þú vænta góðra gesta,
er kveði þér kátan brag.

[af plötunni Pálmi Gunnarsson og Sigurður Helgi Pálmason – Friðarjól]