Kona jólasveinsins

Kona jólasveinsins
(Lag / texti erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Hver bjó til jólabúninginn
og blóðrauða húfu‘ á karlinn sinn,
saumaði daginn út og inn,
kona jólasveinsins.

Hver svarar bunka‘ af bréfunum
sem berast jólasveininum,
hver skyldi pakka inn pökkunum,
kona jólasveinsins.

Og alltaf þegar eitthvað þarf að gera
hún um það sér.
Það er svo margt og mikið um að vera
en mest af öllu þó í desember.

Hver er á ferli fram á nótt,
og fylgist með öllu hægt og hljótt,
sér um af gjöfum verði gnótt,
kona jólasveinsins.
 
[af plötunni Svanhildur og Anna Mjöll – Jólaleg jól]