Jólarokk

Jólarokk
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Jólarokk, jólarokk, hátíðarokk,
hoppum um jól og helst upp á stól,
rokkum til vinstri‘ eins og e-ekkert sé,
og svo til hægri kringum jólatré.

Jólarokk, jólarokk, hátíðarokk,
dönsum um jól í doppóttum kjól,
tvö skref til hægri og haltu þér nú,
hratt til vinstri snú.

Rokkum kringum,
sláum hring um
grenitré með greinafjöld,
rosa gaman
að rokka saman
og það á að-fang-a-dags-kvöld.

Jólarokk, jólarokk, hátíðarokk,
áfram nú, einn, tveir, þrír.
Rokkum og rólum og gólum í flokk,
það er jólarokk.

[af plötunni Svanhildur og Anna Mjöll – Jólaleg jól]