Klukkur klingja

Klukkur klingja
(Lag / texti: Ragnheiður Gröndal)

Jólanna hátíð hefst í dag.
Úr lofti ég fanga lítið lag.
Jólabarnið færir gleði og frið,
anda okkar nærir, fögnum við.

Á jólum þínum fyrstu skaltu fá
glás af gjöfum mömmu og pabba frá,
jafnvel þó þú skiljir ekki enn
út á hvað þau ganga fyrir guð og menn.

Heyrðu klukkur klingja
og inn hringja jólin okkar þá.
Jólaljósin björtu
lýsa upp hjörtu helgri nóttu á.
Klukkur klingja
börnin syngja stór og smá.

Jólanna hátíð hefst í dag.
Í höfði mér ómar lítið lag.
Hugur leitar hærra upp á við.
Stjörnur á himni dansa hlið við hlið.

Jólin þín fyrstu koma brátt.
Hugur þinn opinn, hjartað smátt.
Lítill þú skilur ekki enn
út á hvað þau ganga fyrir guð og menn.

[af plötunni Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Ragga Gröndal – Eitthvað fallegt]