Höldum jól

Höldum jól
(Lag / texti: Svavar Knútur)

Glatt er geð í desember,
gnægtarborðin svigna.
Njótum við þá nálgast fer
nóttin ljúfa og lygna.

Enginn grætur, allt er hljótt,
yndislega jólanótt.
Ljúfu börnin liggja í sæng,
lúra undir móðurvæng.

Höldum jól með hreinni sál,
hjálpum þeim sem líða.
Kveður heimsins kuldabál
kærleiks höndin blíða.

[af plötunni Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Ragga Gröndal – Eitthvað fallegt]