Bestu stundirnar

Bestu stundirnar
(Lag / texti: Kristjana Stefánsdóttir / Bergur Þór Ingólfsson)

Ég sit hér ein og er að bíða eftir þér.
Þú kemur heim til mín á jóladag.
Rifja upp allar bestu stundirnar
og hlusta á gamalt jólalag.

Bestu stundirnar
get ég fundið hvar
hittumst við.
Já bestu stundirnar
get ég fundið hvar
hittumst við
og höldum jólasið.

Þá eru jólin
mér efst í hug.
Því þarna um jólin
fyrir áratug
tókst líf mitt loksins á flug.
Með þér þá tók ég á flug.

Jólabarnið lifir enn í hjarta mér
og syngur með er heyrir jólalag.
Þeim getur ennþá fjölgað bestu stundunum
því þú kemur heim á jóladag.

[af plötunni Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Ragga Gröndal – Eitthvað fallegt]