Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla

Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)

Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér einn fisk,
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín annað kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín þriðja kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín fjórða kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín fimmta kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín sjötta kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín sjöunda kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín áttunda kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín níunda kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér níu hrúta hringhyrnda,
átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín tíunda kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér tíu kýrnar tíðbærar,
níu hrúta hringhyrnda,
átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín ellefta kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér ellefu kapla ífylja,
tíu kýrnar tíðbærar,
níu hrúta hringhyrnda,
átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín tólfta kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér tólf hesta með gylltum söðlum,
ellefu kapla ífylja,
tíu kýrnar tíðbærar,
níu hrúta hringhyrnda,
átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

Komdu til mín þrettánda kvöldið jóla.
Ég skal gefa þér þrettán akneyti,
tólf hesta með gylltum söðlum,
ellefu kapla ífylja,
tíu kýrnar tíðbærar,
níu hrúta hringhyrnda,
átta geitur upphyrndar,
sjö sáðsæði,
sex svín með grísum,
fimm feit,
fjögur föt,
þrjár kökur,
tvö hænsni,
einn fisk
og allt upp á einn disk.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Hátíð fer að höndum ein]