Frelsarinn er oss fæddur nú

Frelsarinn er oss fæddur nú
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)

Frelsarinn er oss fæddur nú,
hans fróm móðir vor jómfrú,
af manns völdum ei vissi sú,
í heim til vor
af himnum fór
sú heillin stór.

Með oss er guð Emmanúel
orð þau boðaði Gabríel,
um það vitnar Ezechíel,
guðs föðurs son,
gjöf lífs og von,
vor gjörðist þjónn.

Orð Davíðs vel uppfyllast hér
og hvað skrifa spámennirnir,
Christur sá engla kóngur er,
hvern fjármenn sjá
í jötu lá
ein manneskja.

Herrann ofan af himnum sté,
herjaði eftir mannkyni,
því vill hann kvitt af syndum sé
sál hvers eins manns
og hólpin til sanns
með miskunn hans.

Föllum nú til fóta Krists,
sem fæddist oss til lausnar víst,
fékk oss á himnum frið og vist,
syngi hans hjörð
honum lof og dýrð
og þakkargjörð.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Hátíð fer að höndum ein]