Grýlukvæði [2]

Grýlukvæði [2]
(Lag / texti: þjóðlag / Stefán Ólafsson)

Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð,
hún er svo ófríð og illileg,
hún er sig svo ófríð og illileg með.

Hún er sig svo ófríð að höfuðin ber hún þrjú,
þó er ekkert minna en á miðaldra,
þó er ekkert minna en á miðaldra kú.

Þá er ekkert minna, og það segja menn,
að hún hafi augnaráðin í hverju,
að hún hafi augnaráðin í hverju þrenn.

Að hún hafi augnaráðin eldsglóðum lík,
kinnabeinin kolgrá og kjaftinn eins og,
kinnabeinin kolgrá og kjaftinn eins og tík.

Kinnabeinin kolgrá og hrútsnefið hátt,
það er í átján hlykkjunum þrútið og,
það er í átján hlykkjunum þrútið og blátt.

Það er í átján hlykkjunum og hárstrýið hart
ofan fyrir kjaftinn tekur kleprótt og,
ofan fyrir kjaftinn tekur kleprótt og svart.

Ofan yfir höku taka tennurnar tvær,
eyrun hanga sex saman sítt ofan á,
eyrun hanga sex saman sítt ofan á lær.

Eyrun hanga sex saman sauðgrá á lit,
hökuskeggið hæruskotið heilfullt af,
hökuskeggið hæruskotið heilfullt af nyt.

[af plötunni Þrjú á palli – Hátíð fer að höndum ein]