Jól yfir borg og bæ

Jól yfir borg og bæ
(Lag / texti: erlent lag / Friðrik Guðni Þórleifsson)

Það syrtir í dölum, það dimmir í skóg,
þar drúpir hver grein undir mjallhvítum snjó.
Þó skammdegi ríki skyggi um geim
hin skærastar stjarna nú lýsir um geim.
Hæ hæ – hæ hæ,
koma jól yfir borg og bæ.

Og geislarnir skína um skóga og dal,
í skuggaleg hreysi, í ljómandi sal,
því mennirnir fagna nú friði um heim,
hinn fegursti söngur nú ljómar um geim.
Hæ hæ – hæ hæ,
koma jól yfir borg og bæ.

[á plötunni Kór Víðistaðasóknar – Gleði ríkja skal]