Leppalúði

Leppalúði
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Þá er komið að því – enn ein jólin.
Ég finn hvernig kvíðinn hellist yfir mig. Ég bylti mér í rúminu, allur sveittur og þvalur. Get ekki sofið.
Skyndilega heyri ég eitthvað þrusk frammi í anddyri. Ég fer framúr og trítla fram á gang.
Kengbogin ófrýnileg ver snýr sér við og segir: Hvað ert þú að vilja á fótum, auminginn þinn?
Ég svara: Æi, ástin mín, geturðu ekki verið heima á jólunum svona einu sinni?
Hún hvæsir: Viltu ekki bara fara að grenja?

Greyið kallinn. Aleinn heima á jólunum.
Yfirgefinn, veslings litli Leppalúði.
Ekki skæla, þetta verður allt í lagi.
Gráttu ekki elsku litli Leppalúði.

Ímyndið ykkur aðstæðurnar. Risastór, galtómur hellir. Ískaldur dragsúgur. Ekkert við að vera nema eigra um, leggja kapa log góna inn í hrjóstrugan ísskápinn. En svona er þetta á hverju ári.
Ég sett Jusse Björling á fóninn – O helga natt. Sest svo í sturtubotninn, skrúfa frá – og græt.

Aleinn heima, aumingja kallinn.
Eymdarlegur við grautardallinn.
Í Esjuhlíðum allt er hljótt – einmana á jólanótt.

Æi greyið. Aleinn heima á jólunum.
Yfirgefinn, veslings litli Leppalúði.
Ekki skæla, þetta verður allt í lagi.
Harkaðu af þér elsku litli Leppalúði.

Bíðiði við, hvað var þetta? Þetta hlýtur að hafa verið kötturinn. Fokk! Það væri svo sem eftir öðru að vera étinn á jólanótt. Ojæja. Ekki verri leið en hver önnur til að enda þessa ömurðargöngu. Það er ekki eins og ég hafi fengið nýja flík frá kerlingaruglunni. Eða þessum andstyggilegu ónytjungum, sonum hennar.

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]