Hin helga nótt

Hin helga nótt
Lag / texti: erlent lag / Jóhanna Erlingsson)

Leiftrar stjarna logaskær,
ljómar festing við og tær,
óma þúsund englaraddir:
“Endurlausnarinn er nær.
Guðdómlegum krafti gæddur
Guðssonur af meyju fæddur.
Fagnið, lofið fæðing hans.
Fagnið komu frelsarans.”

Nálæg er hún náðin þín.
Nýtur þú þess sála mín.
Opni hjörtun allra manna
ástin hans, sem aldrei dvín.
Lifnar von um veröld alla,
verðir ljóssins til oss kalla:
“Fagnið helgri fæðing hans:
fagnið komu frelsarans.”

[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]