
Taktar frá Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli.
Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari og Tómas Tómasson gítarleikari. Ekki er víst að þeir hafi allir verið í sveitinni á sama tíma enda voru nokkrar mannabreytingar í henni, t.d. voru Guðmar Stefánsson trommuleikari, Kristinn Birgisson gítarleikari, Stefán Geir Gunnarsson söngvari og Hafþór Pálmason á einhverjum tímapunkti í henni.
Taktar voru síðan endurvaktir á 21. öldinni, árin 2004 og 2009.