Taktar [2] (1963-65)

Akureyska hljómsveitin Taktar starfaði í um tvö ár og telst líklega fyrsta norðlenska bítlasveitin.

Meðlimir Takta voru allavega Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar eftirherma og skemmtikraftur) og Bjarki Tryggvason söngari (og hugsanlega bassaleikari) en ekki liggur ljóst fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina, Örn Bjarnason og Garðar Karlsson hafa þó verið nefndir og gætu báðir hafa spilað á gítar, eins gæti hafa verið söngvari í sveitinni að nafni Hjalti [?].

Þessi sveit starfaði til 1965 undir þessu nafni en hluti hennar a.m.k. kallaði sig áður Pónik.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.