Taktar [1] (1963-64)

Hljómsveitin Taktar var einn af undanförum hljómsveitarinnar Tóna sem hefur verið nefnd sem ein allra fyrsta bítlasveitin hérlendis, Taktar voru líklega þó meira í anda Shadows. Sveitin var stofnuð 1963 frekar en 62 og voru meðlimir hennar Sigurður Jensson, Kjartan Ragnarsson (síðar leikari), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.) og Sævar Hjálmarsson bassaleikari. Eins gæti…

Taktar [2] (1963-65)

Akureyska hljómsveitin Taktar starfaði í um tvö ár og telst líklega fyrsta norðlenska bítlasveitin. Meðlimir Takta voru allavega Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar eftirherma og skemmtikraftur) og Bjarki Tryggvason söngari (og hugsanlega bassaleikari) en ekki liggur ljóst fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina, Örn Bjarnason og Garðar Karlsson hafa þó verið nefndir og gætu báðir hafa spilað…

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason, Óli Már Sigurðsson, Valdimar Gíslason, Árni Áskelsson og Tómas Tómasson. Ekki er víst…

Taktar [4] (1974)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Takta sem lék a.m.k. tvívegis á Akranesi árið 1974. Líkur benda því til þess að hún hafi verið starfandi þar í bæ.

Garðar og Gosar (1964)

Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964. Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús…