Taktík [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Taktík fór mikinn á Kringlukránni um síðustu aldamót en lék einnig eitthvað utan Kringlunnar.

Meðlimir Taktíkur voru Ómar Diðriksson söngvari og gítarleikari, Halldór Halldórsson bassaleikari, Baldur Ketilsson gítarleikari[?] og Sigurvaldi Ívar Helgason trommuleikari.

Sveitin lifði aldamótin af en varla meira en það.