
Svarti túlípaninn
Hljómsveitin Svarti túlípaninn starfaði um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, á árunum 1973 til 75, á Húsavík eða nágrenni.
Svarti túlípaninn var stofnuð árið 1973 og voru meðlimir hennar þeir Þorvaldur Daði [Halldórsson?] gítarleikari, Halldór Hákonarson bassaleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Theódór Sigurðsson gítarleikari og Guðmundur Valur Stefánsson söngvari og gítarleikari.
Einhverjar mannabreytingar urðu á Svarta túlípananum meðan hún starfaði og Stefán trommuleikari var líklega sá eini sem var allan tímann í sveitinni, Helgi Sigurjónsson var einn meðlima undir lokin með Stefáni en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sem störfuðu með sveitinni.
Sveitin starfaði að öllum líkindum fram á haustið 1975.