Taktlazk (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktlazk átti lag á safnplötunni SATT 3, sem kom út 1984. Sveitin gæti þó hafa starfað fyrr en platan kom út.

Litlar upplýsingar er að fá um þessa sveit en á SATT-plötunni eru meðlimir hennar Ásgeir Baldursson gítarleikari, Aðalsteinn Gunnarsson bassaleikari, Atli Ingvarsson trommuleikari og Unnar Stefánsson söngvari.