Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar Finnbogason söngvari, Þorgerður Sigurvinsdóttir (Gerða) söngkona, Ellert Karlsson píanó- og trompetleikari, Örlygur Haraldsson bassaleikari og Sigurjón Pálsson gítarleikari. Svavar Sigmundsson gæti hafa verið einn þeirra sem voru í sveitinni í upphafi.

Tacton sextett starfaði út veturinn 1963-64 en hætti þá um vorið.