Bobbar (1964)

Hljómsveitin Bobbar úr Vestmannaeyjum var sett sérstaklega saman til að leika á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964 að frumkvæði þjóðhátíðarnefndar. Sveitin æfði fyrir viðburðinn í nokkurn tíma og lék síðan „nýju dansana“ fyrir þjóðhátíðargesti tvö kvöld í röð, og þar við sat. Meðlimir Bobba voru þeir Örlygur Haraldsson bassaleikari, Guðni Guðmundsson [píanóleikari?], Þorgeir Guðmundsson gítarleikari, Sigurður…

Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar…

Drengjakór Reykjavíkur [1] (1935-39)

Drengjakór Reykjavíkur (hinn fyrri) var einn fyrsti drengjakór sem starfaði hérlendis, líklega sá fyrsti fyrir utan drengjakórinn Vonina sem starfaði um aldamótin 1900. Jón Ísleifsson söngkennari við Miðbæjarskólann hafði haustið 1935 æft saman nokkra árganga drengja á aldrinum 11-15 ára sem sungu m.a. við guðsþjónustur, í janúar 1936 var kórinn hins vegar formlega stofnaður og…