
Bobbar
Hljómsveitin Bobbar úr Vestmannaeyjum var sett sérstaklega saman til að leika á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964 að frumkvæði þjóðhátíðarnefndar. Sveitin æfði fyrir viðburðinn í nokkurn tíma og lék síðan „nýju dansana“ fyrir þjóðhátíðargesti tvö kvöld í röð, og þar við sat.
Meðlimir Bobba voru þeir Örlygur Haraldsson bassaleikari, Guðni Guðmundsson [píanóleikari?], Þorgeir Guðmundsson gítarleikari, Sigurður Óskarsson trommuleikari og Helgi Hermannsson söngvari, sá síðast taldi var þá einungis sextán ára gamall.