Kims (1968-69)

Kims

Kims

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa.

Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð).

Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal söngvari og gítarleikari, Eiríkur Rafn Magnússon söngvari og bassaleikari og Stefán Hjartarsson trommuleikari.

Þess má geta að Garðahreppur gengur í daglegu tali í dag undir nafninu Garðabær.