Stúlknakór Garðahreppsskóla (1967)

Kór sem kallaður var Stúlknakór Garðahreppsskóla í Garðahreppi (síðar Garðabæ) kom fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu vorið 1967 og söng þar undir stjórn söngkennara síns, Guðmundar H. Norðdahl. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann hafi verið starfandi við skólann um veturinn eða hvort hann var sérstaklega settur saman fyrir…

Stella beauty (1973)

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar…

Smile (1968)

Hljómsveit að nafni Smile var meðal keppnissveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1968, engar sögur fara af gengi sveitarinnar í keppninni en hún lék eitthvað meira opinberlega þetta sumar, m.a. í Iðnó. Meðlimir Smile, sem var úr Garðahreppi (síðar Garðabæ) voru þeir Gunnar Magnússon söngvari, Hermann Gunnarsson gítarleikari, Meyvant…

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…

Kims (1968-69)

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa. Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð). Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal…