Stúlknakór Garðahreppsskóla (1967)

Kór sem kallaður var Stúlknakór Garðahreppsskóla í Garðahreppi (síðar Garðabæ) kom fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu vorið 1967 og söng þar undir stjórn söngkennara síns, Guðmundar H. Norðdahl. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann hafi verið starfandi við skólann um veturinn eða hvort hann var sérstaklega settur saman fyrir Stundina okkar. Upplýsingar þ.a.l. óskast um þennan kór.