Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.