Stúlknakór Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs (1969-72)

Innan Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs í A-Húnavatnssýslu starfaði stúlknakór á árunum 1969 til 1972 að minnsta kosti en félagið hafði verið stofnað haustið 1968. Kórinn söng mestmegnis í guðsþjónustum og kirkjutengdum samkomum á Þingeyrum en kom einnig t.a.m. fram á Húnavöku.

Stjórnandi Stúlknakórs Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs var Jónas Tryggvason.